Blitzkrieg Gjugg

Bríet

22:00, Thu 13 Jul 2023

Bæjarbíó

Bríet er margverðlaunuð tónlistarkona best þekkt fyrir lögin sín “Esjan”, “Feimin(n)” og “Rólegur kúreki”. Hún er fjölhæfur hljóðfæraleikari sem skrifar og flytur sín eigin lög, en hún hefur einnig unnið með mörgum tónlistarmönnum í gegnum tíðina.

Fyrsta breiðskífa Bríetar “Kveðja, Bríet” var valin besta plata ársins á Íslensku Tónlistarverðlaunum 2021. Sama ár vann hún einnig í flokkunum söngkona ársins og textahöfundur ársins.

Bríet hefur verið að semja tónlist og koma fram síðan að hún var unglingur. Hún elskar að kanna tilfinningar og nota tónlistina til að tjá þær.


“Ég elska litinn gulann. Ég elska fólk sem hlær og ég dýrka blóm. Ég var 17 ára þegar ég gaf út fyrstu smáskífuna (EP) mína og öll tónlistin mín er um ástina á einn eða annan hátt”.


Bríet mun troða upp í Bæjarbíói ásamt hljómsveit og lofar ótrúlegri upplifun. Einstakt tækifæri fyrir tónlistarunnendur að sjá þessa mögnuðu tónlistarkonu.

Hjarta HafnarfjarðarWhen?

22:00, Thu 13 Jul 2023

tickets
Card image cap

An Icelandic singer known for her songs "Esjan", "Feimin(n)", and "Rólegur kúreki". Her album Kveðja, Bríet was selected as the album of the year at the 2021 Icelandic Music Awards.

Appearing

Bríet

Um Gjugg

Gjugg er íslensk birtingarmynd viðburðasafnsins sem sprotafyrirtækið Mobilitus heldur utan um. Þar gefst viðburðahöldurum tækifæri til að skrá viðburði sína frítt - og oft algerlega án fyrirhafnar því við fylgjumst vel með viðburðasíðum og étum inn upplýsingar sjálfkrafa.